Innlent

Iðjuþjálfun ekki í boði fyrir nýinnritaða á geðdeild

Ekki hefur tekist að ráða í stöður þeirra iðjuþjálfa sem sagt hafa upp störfum.
Ekki hefur tekist að ráða í stöður þeirra iðjuþjálfa sem sagt hafa upp störfum. MYND/EOL

Iðjuþjálfun á geðdeild LSH við Hringbraut mun 1.maí n.k. leggja niður alla þjónustu við nýinnritaða sjúklinga móttökudeilda og göngudeildar, segir Sylviane Pétursson-Lecoultre, yfiriðjuþjálfi. Þjónusta iðjuþjálfa mun því skerðast verulega frá og með 1. maí 2007.

Sylviane segir að ekki hafi tekist að ráða nýja iðjuþjálfa til starfa fyrir þá sem hafa hætt undanfarið og fyrir vikið hafa ekki verið skrifaðir inn nýir einstaklingar í iðjuþjálfun frá því um áramót. Í sumar munu þeir starfsmenn sem eftir eru sinna þeim skjólstæðingum sem ekki hefur tekist að útskrifa eða finna önnur úrræði fyrir og iðjuþjálfanemar verða ráðnir í sumarafleysingastöður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×