Lífið

Rótsterkur Faxe rýkur út

Hætt er við að timburmenn hafi bankað upp á hjá útvarpsmanninum daginn eftir Kastljósþáttinn.
Hætt er við að timburmenn hafi bankað upp á hjá útvarpsmanninum daginn eftir Kastljósþáttinn.

„Já, áhuginn hefur sannarlega aukist," segir Anton Ingimarsson, starfsmaður vínbúðar ÁTVR í Kringlunni, en sala á tíu prósenta Faxe-bjór hefur tekið kipp eftir innslag Kastljóssins fyrir réttri viku.

Í þættinum var útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson fenginn til að kneyfa sex hálfs lítra dósir af hinu rammsterka öli til að sýna hvaða áhrif áfengisdrykkja hefði á ökuhæfni manna. Áhrifin létu heldur ekki á sér standa; þegar Andri hafði lokið við kippuna ræddi Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir við hann og fór ekki á milli mála að útvarpsmaðurinn var orðinn dauðadrukkinn og ekki í neinu ástandi til að setjast undir stýri.

Anton segir að innslagið hafi óneitanlega vakið athygli á bjórnum. „Við höfum orðið vör við að fólk sem leggur leið sína hingað spyr um þennan bjór og segist þá oftar en ekki hafa séð hann í Kastljósi. Yfirleitt er þetta fólk í yngri kantinum, á milli tvítugs og þrítugt," segir Anton, sem telur að fólk sé aðallega forvitið. „Þetta er auðvitað sérstök vara, það er allt annað bragð af svona sterkum bjór en þessum venjulega og ég er ekki viss um að þeir sem smakki muni kaupa hann aftur. En þeir eru auðvitað líka til sem finnst svona sterkur bjór góður."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.