Enski boltinn

England yfir í hálfleik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Shaun Wright-Phillips fagnar markinu með Gareth Barry.
Shaun Wright-Phillips fagnar markinu með Gareth Barry.

Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Wright-Phillips skoraði eftir fyrirgjöf frá Joe Cole, samherja hans hjá Chelsea. Markið kom á tuttugustu mínútu leiksins.

Enska liðið var mikið mun betra í fyrri hálfleiknum.

Byrjunarlið Englands: Robinson, Richards, Ferdinand, Terry, Ashley Cole, Wright-Phillips, Gerrard, Barry, Joe Cole, Heskey, Owen.

Varamenn: Brown, James, Neville, Bentley, Downing, Johnson, Defoe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×