Enski boltinn

James besti markvörður Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
David James á landsliðsæfingu.
David James á landsliðsæfingu.

Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera í vafa um að David James sé besti markvörður sem England eigi. Hann segir James vera betri markvörð en Paul Robinson sem er aðalmarkvörður landsliðsins í dag.

Englendingar hafa átt í miklum markvarðarvandræðum en Steve McClaren, núverandi landsliðsþjálfari, hefur sett sitt traust á Robinson þrátt fyrir að hann hafi gert afdrifarík mistök í markinu.

Taylor heldur því fram að Robinson eigi einnig að vera fyrir aftan Ben Foster, markvörð hjá Manchester United, í goggunarröðinni. „Ég veit að Paul Robinson mun ekki líka við þessa skoðun mína. David er að mínu mati í fremstu röð, besti markvörður sem við eigum í dag," sagði Taylor.

Hann vill meina að David James hafi hlotið mikið af ósanngjarnri gagnrýni í gegnum tíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×