Enski boltinn

Cole efstur á óskalista City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Joe Cole í baráttunni.
Joe Cole í baráttunni.

Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins.

City gerði tilraunir í sumar til að krækja í þrjá af leikmönnum Chelsea. Auk Cole voru það Shaun Wright-Phillips og Wayne Bridge.

Annars er það að frétta af Chelsea að ítölsk slúðurblöð segja að Claudio Ranieri, þjálfari Juventus, hafi fengið jákvætt svar frá stjórninni um að ráðast í það að reyna að fá Frank Lampard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×