Innlent

Plata Garðars Thórs áfram í efsta sæti

Plakat af Garðari Thor í London.
Plakat af Garðari Thor í London. MYND/VG

Plata Garðars Thórs Cortes er enn í fyrsta sæti á vinsældalista yfir klassískar plötur í Bretlandi aðra vikuna í röð. Garðar verður sérstakur gestur á Bresku tónlistarverðlaununum sem fara fram í Royal Albert Hall á fimmtudagskvöldið.

Fram kemur í fréttaskeyti frá útgefanda Garðars að platan hafi selst mjög vel í síðustu viku og sé sú lang söluhæsta. Í vikunni kom Garðar fram í morgunsjónvarpsþættinum This Morning á ITV og tók þar lagið Nessun Dorma. Um 4,3 milljónir manna horfa að meðaltali á þáttinn.

Þá koma Garðar einnig fram í þættinu Grease is the Word á ITV í gærkvöldi og sló þar á létta strengi.

Haft er eftir Einari Bárðarsyni, umboðsmanni Garðars, í fréttaskeytinu að árangurinn sé framar björtustu vonum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×