Innlent

Sérfræðistörfum fjölgað á Vestfjörðum

MYND/MATÍS

Sérfræðistörfum á vegum Matís á Vestfjörðum verður fjölgað um helming á næstunni samkvæmt nýrri áætlun stofnunarinnar. Markmiðið er að stuðla að frekari verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matís.

Um er ræða starf verkefnastjóra hjá Aflakaupabanka, sérfræðing við rannsóknir í matvælaiðnaði og fiskeldi og starf verkefnastjóra í vinnslutækni.

Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að með nýju starfsfólki sé stefnt að því að að skapa aðstöðu og vettvang til aukins samstarfs við atvinnulíf og stuðla að frekari verðmætasköpun í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×