Innlent

Hitamet féll í Stykkishólmi

MYND/365

Sextíu og fimm ára gamalt hitamet féll í Stykkishólmi í gær þegar hitinn mældist 16,4 gráður. Aldrei hefur hærri hiti mælst í Hólminum í apríl fyrr.

Þetta kemur fram á heimasíðu Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Eldra metið er 15 gráður frá 1942 en í Stykkishólmi hefur hiti verið mældur samfellt frá árinu 1845, lengst allra stöðva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×