Erlent

Lögregla, einhver hefur lagað íbúðina mína!

Maður í Þýskalandi kom heim til sín eftir helgarferð og komst að því að brotist hafði verið inn og íbúðin gerð upp. Gunther Hagler hringdi strax í lögregluna.

Engu var stolið, en búið var að mála, hreinsa glugga, setja ný húsgögn og jafnvel skipta um ísskáp. Maturinn úr gamla ísskápnum hafði meira að segja verið færður yfir í þann nýja.

Lögreglan komst fljótt að hinu sanna í málinu. Húsráðandi hafði ráðið iðnaðarmenn til að gera upp íbúðina við hliðiná, en afhenti þeim vitlausan lykil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×