Enski boltinn

Jafntefli á Goodison Park

Elvar Geir Magnússon skrifar

Everton og Blackburn gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Jöfnunarmark James McFadden á 78. mínútu kom í veg fyrir sigur Blackburn en Roque Santa Cruz hafði komið þeim yfir í leiknum.

Blackburn var betra liðið í leiknum og hefði átt skilið að vinna. Meðal annars bjargaði Leighton Baines á marklínu eftir skalla frá Christopher Samba. Það var svo Mikel Arteta sem lagði upp jöfnunarmarkið fyrir McFadden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×