Enski boltinn

Spáð í spilin: Aston Villa - Fulham

Úr viðureign liðanna í Lundúnum á síðasta tímabili.
Úr viðureign liðanna í Lundúnum á síðasta tímabili.

Aston Villa tekur á móti Fulham í dag. Villa hefur aðeins nælt sér í eitt stig af sex mögulegum það sem af er tímabils, en liðið tapaði fyrir Liverpool á Villa Park í fyrstu umferðinni og gerði svo marklaust jafntefli við Newcastle á útivelli. Fulham hefur heldur ekki staðið sig vel en liðið er með þrjú stig af níu mögulegum.

Forvitnilegt verður að sjá hvernig varnarmenn Villa taka á markamaskínunni David Healy en sá hefur verið iðinn við kolann upp á síðkastið. Einnig verður athyglisvert að sjá hvernig aðdáendur Villa taka á móti Steven Davis og Aaron Hughes sem báðir færðu sig frá Villa Park til Fulham í sumar, en til gamans má geta að Davis var valinn besti maður liðsins tímabilið 2005-06.

Markvörðurinn Thomas Sorensen og miðjumaðurinn Patrik Berger eru enn á meiðslalistanum hjá Villa en þeir eru farnir að æfa á ný og verða tilbúnir bráðlega. Antti Niemi, markvörður Fulham, er enn meiddur og Tony Warner heldur því áfram milli stangana en hann hefur gert dýrkeypt mistök nú í upphafi tímabils.

Leikmannahópur Aston Villa: Carson, Taylor, Gardner, Mellberg, Laursen, Bouma, Barry, Reo-Coker, Petrov, Agbonlahor, Carew, Young, Moore, Harewood, Cahill, Maloney.

Leikmannahópur Fulham: Warner, Keller, Volz, Baird, Knight, Bocanegra, Davis, Smertin, Diop, Davies, Healy, Dempsey, Rosenior, Konchesky, Kamara, John.

Leikurinn hefst klukkan 14:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×