Enski boltinn

Hálfleikstölur í enska boltanum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nær Bolton að landa sínum fyrsta sigri?
Nær Bolton að landa sínum fyrsta sigri?

Nú er kominn hálfleikur í þeim leikjum í ensku úrvalsdeildinni sem hófust klukkan 14. Chelsea er yfir gegn Portsmouth eftir mark frá Frank Lampard en markalaust er í leik Arsenal og Manchester City.

Hermann Hreiðarsson er í byrjunarliði Portsmouth og þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru báðir í byrjunarliði Reading sem er að leika gegn Bolton. Þar er staðan 1-0 fyrir Bolton en Heiðar Helguson er ekki í leikmannahópi Bolton.

Einum leik er lokið í deildinni í dag, Liverpool vann 2-0 útisigur gegn Sunderland í hádegisleiknum.

Hér að neðan má sjá hálfleikstölur:

Arsenal - Man. City 0-0

Aston Villa - Fulham 0-1

0-1 Clint Dempsey (6.)

Bolton - Reading 1-0

1-0 Gary Speed (32.)

Chelsea - Portsmouth 1-0

1-0 Frank Lampard (31.)

Derby - Birmingham 0-1

0-1 Cameron Jerome (1.)

West Ham - Wigan 0-0

16:15 Everton - Blackburn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×