Enski boltinn

Adriano til City?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adriano.
Adriano.

Sven Göran Eriksson, knattspyrnustjóri Manchester City, hringdi í Roberto Mancini til að spyrjast fyrir um brasilíska sóknarmanninn Adriano. Mancini er núverandi stjóri Ítalíumeistara Inter en hann var á sínum tíma aðstoðarmaður Eriksson hjá Lazio.

Inter er víst opið fyrir því að lána Adriano til að veita honum leikform án þess að vera undir þeirri pressu sem er á Ítalíumeisturunum. „Við viljum að Adriano finni sitt fyrra form eins fljótt og auðið er. Ef besti kosturinn er að senda hann á lán þá munum við skoða það vel," sagði Massimo Moratti, forseti Inter.

Spænska liðið Valencia er víst einnig áhugasamt að fá Adriano að láni. Fyrir hjá Inter eru sóknarmennirnir Zlatan Ibrahimovic, David Suazo, Hernan Crespo, Julio Ricardo Cruz og Alvaro Recoba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×