Lífið

Erfitt þegar Nick byrjaði með nýrri

Jessica Simpson. Söngkonan segist hafa fengið sting í hjartað þegar fyrrverandi eiginmaðurinn eignaðist nýja kærustu.
Jessica Simpson. Söngkonan segist hafa fengið sting í hjartað þegar fyrrverandi eiginmaðurinn eignaðist nýja kærustu. MYND/Getty

Brjóstgóða bomban Jessica Simpson segist hafa fengið sting í hjartað þegar fyrrverandi eiginmaður hennar, Nick Lachey, byrjaði með MTV-stjörnunni Vanessu Minnillo. „Auðvitað, hann fór strax á stúfana aðeins þremur vikum seinna og það fékk mjög mikið á mig,“ sagði Simpson en stórt viðtal birtist við hana í nýjasta hefti Elle.

Þar gerir ljóskan upp árin með Lachey en þau leyfðu MTV að fylgjast með hveitbrauðsdögunum sínum í raunveruleikaþættinum Newlyweds: Nick & Jessica. Simpson upplýsir jafnframt að kvikmyndin Notebook hafi hjálpað henni með að taka ákvörðun um að skilja en söngkonan sá myndina í flugvél á leiðinni heim til Texas. „Þá vissi ég hvað þyrfti að gera. Ég þyrfti frelsi og að fá að anda,“ segir Simpson í samtali við blaðið.

Þrátt fyrir skilnaðinn heldur Simpson enn góðu sambandi við Nick og að tilvonandi maki í framtíðinni verði að skilja það. „Nick var svo stór hluti af mér að annað er ekki hægt. Og næsti kærasti verður að skilja það,“ útskýrir Jessica.

Bandarísku slúðurblöðin telja sig hafa fundið þennan „næsta“ en það ku vera söngvarinn John Mayer. Glanstímaritin hafa birt myndir af þeim saman og blaðamaður Elle tók eftir tölvupóstum á tölvu söngkonunnar frá Mayer í miðju viðtali. Söngkonan vildi hins vegar lítið ræða um ástarlíf sitt og þegar hún var spurð hvort ástin hefði gripið um sig aftur sagði Jessica af sinni alkunnu snilld: „Ég sagði ekki já.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.