Erlent

Mengun í Yangtze ógnar lífi milljóna manna

Yangtze, stærsta fljót Kína, er svo mengað að það ógnar heilsu milljóna manna, segja umhverfissérfræðingar. Frá þessu er greint í ríkisdagblaðinu China Daily og bent á að skaðinn sé orðinn svo mikill að ekki verði aftur snúið.

Vitnað er í skýrslu sérfræðinga í Kína þar sem fram kemur að á 600 kílómetra kafla í ánni, sem er um tíundi hluti árinnar, sé ástandið mjög alvarlegt og sama megi segja um margar ár sem renna saman við Yangtze.

Stíflugerð og skipasiglingar á ánni hafa gert það að verkum að lífríkið í ánni er stórum fátækara, segja sérfræðingarnir, en fiskveiði í ánni minnkaði um ríflega 300 þúsund tonn frá miðri síðustu öld til loka hennar.

Þá sér Yangtze Kínverjum fyrir rílfega þriðjungi þess vatns sem þeir nota en vegna aukinnnar mengunar er líf milljóna manna í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×