Enski boltinn

Southgate: Við sýndum karakter

Elvar Geir Magnússon skrifar

Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er ánægður með karakterinn sem lið hans sýndi í grannaslagnum gegn Newcastle í dag. Tvisvar í leiknum komst Newcastle yfir en í bæði skiptin náðu heimamenn að jafna.

„Það er sterkt að ná tvívegis að koma til baka eftir að hafa lent undir. Ég verð að hrósa Luke Young og Jonathan Woodgate fyrir þeirra framlag. Þeir voru varla leikfærir en gáfu sig alla í þennan leik og fórnuðu sér fyrir liðið. Það er frábært að hafa svona leikmenn," sagði Southgate.

Leikur Middlesbrough og Newcastle endaði með jafntefli 2-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×