Enski boltinn

Tvö mörk komin á Riverside

Elvar Geir Magnússon skrifar
Woodgate er í byrjunarliði Middlesbrough.
Woodgate er í byrjunarliði Middlesbrough.

Það er hálfleikur í leik Middlesbrough og Newcastle á Riverside vellinum en þar er staðan jöfn 1-1. Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir á 22. mínútu en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin fyrir Middlesbrough á 28. mínútu.

Mark N'Zogbia var sérlega glæsilegt. Hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar og sýndi skemmtileg einstaklingstilþrif þegar hann hljóp þvert fyrir markið og átti frábært skot sem var óverjandi fyrir Schwarser í marki Middlesbrough.

Mido jafnaði þegar hann slapp einn í gegn, lék á Steve Harper í markinu og renndi knettinum í netið. Leikurinn er fjörlegur og skemmtilegur en hann er í beinni útsendingu á Sýn 2.

Athygli vekur að Jonathan Woodgate er í byrjunarliði Middlesbrough. Hann stóðst læknisskoðun og leikur því gegn sínum fyrrum samherjum í Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×