Enski boltinn

Deco til Chelsea í janúar?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Spænska blaðið DiarioSport þykist hafa heimildir fyrir því að Deco, miðjumaður Barcelona, gangi til liðs við enska stórliðið Chelsea í janúar. Óvíst er hvort Deco muni eiga fast sæti í byrjunarliði Börsunga á tímabilinu.

Ítalska liðið Inter hefur einnig áhuga á Deco en sjálfur vill leikmaðurinn helst af öllu fara til Chelsea. Þar er við stjórnvölinn Jose Mourinho en hann stýrði Porto þegar Deco lék með liðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×