Enski boltinn

Carragher og Hyypia á meiðslalistann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carragher og Hyypia.
Carragher og Hyypia.

Varnarmennirnir Jamie Carragher og Sami Hyypia munu líklega missa af seinni leik Liverpool gegn franska liðinu Toulouse í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn verður á þriðjudaginn.

Hyypia nefbrotnaði líklega í leiknum gegn Sunderland í gær og þá á Carragher einnig við meiðsli að stríða. „Meiðsli Sami höfðu áhrif á sjón hans á vinstra auga, hann hefur líklega nefbrotnað," segir Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool.

„Jamie finnur mikinn sársauka og ég er ekki viss um að hann verði með gegn Toulouse, við verðum að bíða og sjá."

Þá er óvíst hvort Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verði reiðubúinn í slaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×