Enski boltinn

Martin Jol: Við nýttum ekki færin okkar

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að klaufaskapur sinna manna fyrir framan mark andstæðinganna hafi verið helsta ástæðan fyrir því að liðið tapaði enn eina ferðina fyrir grönnum sínum í Arsenal.

"Við hefðum átt að gera út um þennan leik en við nýttum ekki færin okkar. Við hefðum átt að komast í 2-0 í leiknum en þá fengum við á okkur mark eftir fast leikatriði. Síðan fengum við gott færi í stöðunni 1-1 og tvö dauðafæri í stöðunni 2-1 fyrir þá. Við létum þá finna fyrir okkur og sköpuðum okkur færi - en þeir nýttu sín færi betur og þar lá munurinn í dag," sagði Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×