Enski boltinn

Ferguson: Everton verður sífellt sterkara

Ferguson hefur verið án Wayne Rooney lengst af tímabili og munar um minna
Ferguson hefur verið án Wayne Rooney lengst af tímabili og munar um minna NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með sigur sinna manna á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag og segir liðin í deildinni ekki eiga öfundsverða hluti framundan þegar þau sækja þá bláu heim á Goodison Park.

"Við erum rosalega ánægðir með þennan sigur af því Everton er lið á hraðri uppleið og lið munu ekki sækja gull í greipar þess á þennan völl í vetur. Við náðum að verjast þeim Johnson og Yakubu vel í vörninni og Vidic sýndi líka að hann getur farið fram og skorað mörk. Ég hef smá áhyggjur af því hvað við erum að skora lítið af mörkum, en við verðum að spila svona þangað til við fáum alla okkar mann heila til baka. Þetta voru mjög góð úrslit," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×