Enski boltinn

Mourinho óhress með dómarana

Mourinho og félagar voru ósáttir með dómgæsluna í dag
Mourinho og félagar voru ósáttir með dómgæsluna í dag NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho var afar ósáttur við að mark Salomon Kalou hafi verið dæmt af hans mönnum í Chelsea gegn Blackburn í dag. "Aðeins dómarinn og línuvörurinn geta útskýrt af hverju í ósköpunum þetta mark fékk ekki að standa. Við spiluðum án markaskorara eins og Lampard, Pizarro og Drogba og það er erfitt," sagði Mourinho.

Mark Hughes sagði herbragð sinna manna hafa gengið upp. "Við vitum að við erum góðir í svona leikjum og við vildum alls ekki lenda undir í þessum leik. Það tókst í dag en ég er ekki viss um að okkur hefði tekist það fyrir tveimur árum," sagði Hughes. Hann á ekki von á því að meiðsli varnarmannsins Samba séu alvarleg - en hann var borinn af velli með höfuðmeiðsli í lokin. "Christopher verður væntanlega vankaður í tvo daga eða svo - ég vona að allt sé í lagi með hann," sagði Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×