Enski boltinn

Wigan sektað

Kevin Kilbane
Kevin Kilbane NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan var í dag sektað um 20,000 pund af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir óspektir leikmanna liðsins eftir að Kevin Kilbane var rekinn af velli í leik gegn Newcastle nýverið.

Steve Bennett dómari rak Kilbane af velli með sitt annað gula spjald í leiknum og við það sauð uppúr hjá leikmönnum. Chris Hutchins knattspyrnustjóri Wigan sagði þessa ákvörðun dómarans ekki þá einu furðulegu í leiknum. Bennett dómari átti að dæma leik Liverpool og Wigan þann 29. september sl. en var settur af leiknum af því niðurstaða lá ekki fyrir í málinu fyrr en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×