Innlent

Áfengisdauður í flugstöðinni

Einn flugfarþegi á leið úr landinu var handtekinn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í dag en sá svaf áfengissvefni í brottfararsal flugstöðvarinnar. Fékk hann að sofa lengur í fangaklefa lögreglunnar.

Tvö hálkuóhöpp urðu seinni hluta dags í umferðinni á Suðurnesjum í dag. Á Reykjanesbraut við Fitjar lenti bifreið á ljósastaur og á Blikabraut hafnaði bifreið inni í garði. Engin slys urðu á fólki en nokkrar skemmdir urðu á ökutækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×