Framherjinn Kevin Davies hjá Bolton verður frá vegna meiðsla í allt að sex vikur eftir að hafa meiðst í leik gegn Newcastle um helgina. Davies þurfti að yfirgefa völlinn á 57. mínútu en Heiðar Helguson kom inn á í hans stað og krækti sér í gult spjald. Meiðsli Davies eru mikið áfall fyrir Bolton en búist er við að þau opni leið fyrir Heiðar inn í byrjunarliðið.
Ricardo Vaz Te meiddist einnig í leiknum en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli hans eru. Bolton mætir Fulham á miðvikudaginn, en eins og margir vita gekk Heiðar til liðs við Bolton frá Fulham í sumar.