Innlent

Utanríkisráðherra fundar með ráðherrum Afríkuríkja

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, með utanríkisráðherra Tansaníu.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, með utanríkisráðherra Tansaníu. MYND/Stjr

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, tók þátt í setningu 9. leiðtogafundar Afríkusambandsins í Accra, höfuðborg Gana, um síðustu helgi. Áður hafði ráðherra sótt framkvæmdaráðsfund sambandsins dagana þar á undan. Ráðherra fundaði meðal annars með utanríkisráðherrum Eritreu, Eþíópíu, og Búrúndí.

Meðal þess sem rætt var á tvíhliða fundum utanríkisráðherra voru málefni Afríku almennt, tengsl Íslands og viðkomandi ríkja, þróunarsamvinna, öryggismál, staða kvenna og alþjóðaviðskipti.

Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu fundaði utanríkisráðherra alls með ráðherrum frá 22 Afríkuríkjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×