Innlent

Fíkniefnahundar fundu vel falin fíkniefni

Fíkniefnahundar hafa margoft aðstoðað lögreglunnar.
Fíkniefnahundar hafa margoft aðstoðað lögreglunnar. MYND/VG

Fíkniefnahundar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fundu fíkniefni í fjórum bifreiðum um helgina. Að sögn lögreglunnar voru efnin afar vel falin og hefðu ekki fundist eftir hefðbundna leit lögreglumanna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um lítilræði af amfetamíni og hassi að ræða. Þá voru tveir karlmenn og ein kona, öll á fimmtugsaldir, handtekinn í vesturborginni síðdegis í gær. Við húsleit fundust um 100 grömm af ætluðu hassi og rúmlega 2 grömm af ætluðu amfetamíni.

Fólkinu var sleppt að lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×