Innlent

Eðlilegt að gert sé áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar

Urriðafoss.
Urriðafoss. MYND/Stöð 2

Niðurstaða Flóahrepps um að fresta ákvarðanatöku um aðalskipulag í tengslum við Urriðafossvirkjun kemur formanni samtakanna Sól í Flóa ekki á óvart. Hann segir ljóst að miðað við umfang fyrirhugaðra virkjunaframkvæmda sé eðlilegt að gert sé áhættumat líkt sveitarstjórnin hefur nú ákveðið.

„Það er fráleitt að ákveða nokkuð áður en áhættumatið liggur fyrir," sagði Halldóra Gunnarsdóttir, formaður samtakanna Sól í Flóa, í samtali við Vísi. „Þetta er stórt mál og kemur okkur því ekki óvart að því hafi verið frestað þangað til áhættumatið liggur fyrir."

Tvær tillögur að aðalskipulagi Flóahrepps voru kynntar fyrir íbúum hreppsins fyrir skömmu og var önnur þeirra með virkjun hin án virkjunar. Sveitarstjórnin ákvað hins vegar að fresta endanlegri ákvörðun til að afla frekari upplýsinga um áhættumat og móvægisaðgerðir Landsvirkjunar vegna Urriðafossvirkjunar.

Stefnt er að því að kynna tillögur að aðalskipulagi fyrir lok sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×