Innlent

Mörg fíkniefnamál á borð lögreglunnar

ögreglumenn þurftu að vakta tvo fíkniefnaneytendur, sem fluttir höfðu verið á slysadeild Landsspítalans vegna ofneyslu í nótt. Ýmiskonar fleiri fíkniefnamál komu til kasta hennar áður en nóttin var öll.

Tilkynnt var um báða mennina í annarlegu og eftilvill hættulegu ástandi, og voru þeir ráðvilltit og illskeyttir. Lögregla mat ástand þeirra svo að þeir þyrftu að komast undir læknis hendur en þar sem hegðan þeirra var óútreiknanleg, varð lögregla að gæta þeirra á Slysadeildinni.

Tvö ungmenni gista svo fangageymslur lögreglunnar þar sem þau voru svo vönkuð af fíkniefnaneyslu, að þau gátu verið sjálfum sér og umhverfi sínu hættuleg. Þau voru farþegar í bíl, sem stöðvaður var við venjulegt eftirlit í nótt og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Honum var sleppt að yfirheyrslum loknum.

Karlmaður er svo í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að talsvert af anfetamíni og kannabisefnum fundust við húsleit heima hjá honum í nótt. Hann hefur áður gerst bortlegur, meðal annars fyrir fíkniefnasölu. Lögreglumenn sáu til hans í nótt og þótti ástæða til að hafa afskipti af honum, sem leiddi til handtökunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×