Innlent

Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála

Ræða einnig málefni Íbúðalánasjóðs.
Ræða einnig málefni Íbúðalánasjóðs. MYND/365

Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.

Sex aðilar sitja samráðsfundinn. Ríkið, Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bandalag starfsmanna ríkis og bæjar og Bandalag háskólamanna.

Forsætisráðherra mun stýra fundinum en auk hans sitja fundinn utanríkisráðherra, fjármálaráðherra og félagsmálaráðherra. Aðrir ráðherrar koma að samráðinu eftir því sem tilefni er til segir í tilkynningu frá forsætisráðherra og utanríkisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×