Enski boltinn

Lampard og Drogba ekki með gegn Rosenborg

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frank Lampard í landsleik.
Frank Lampard í landsleik.

Frank Lampard og Didier Drogba verða ekki með Chelsea á morgun þegar liðið leikur gegn Rosenborg. Þeir hafa ekki jafnað sig enn af meiðslum sem hafa verið að hrjá þá.

Þá er ekki ljóst hvort Drogba og Lampard verða klárir í slaginn fyrir stórleikinn gegn Manchester United um næstu helgi.

Þegar Jose Mourinho var spurður að því hvort Chelsea yrði að vinna Meistaradeildina á þessari leiktíð svaraði hann: "Nei. Við verðum að vinna leikinn á þriðjudag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×