Jloyd Samuel, varnarmaður Bolton, verður frá næstu sex vikurnar vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Birmingham á laugardag. Þetta eru slæm tíðindi fyrir Bolton sem hefur gengið mjög illa í upphafi leiktíðar.
Samuel mun ekki snúa aftur til leiks fyrr en í nóvember. Hann kom til Bolton á frjálsri sölu frá Aston Villa í júlí og skrifaði undir fjögurra ára samning.