Enski boltinn

Desailly hefur trú á Shevchenko

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Shevchenko hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea.
Shevchenko hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Marcel Desailly, fyrrum leikmaður Chelsea, segir að Mourinho og hans menn verði að vinna Meistaradeildina í vor. Og að Andryi Shevchenko sé lykilþáttur í þeirri áætlan.

"Shevchenko er háklassa leikmaður og þarf ekki að sanna sig fyrir neinum," sagði Desailly í samtali við fréttavef BBC.

"Hann hefur ekki náð sér á strik undanfarið. Ef honum verður sýnd smá biðlund er ég viss um að hann muni hjálpa Chelsea að vinna Meistaradeildina."

Hann telur að reynsla Shevchenko úr Meistaradeildinni með AC Milan gæti reynst Chelsea dýrmæt.

Hann spilaði sinn fyrsta leik í ensku deildinni á tímabilinu gegn Blackburn um helgina og var ekki að sjá á honum þá að hann hafi bætt sig mikið frá síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×