Enski boltinn

Sunderland kaupir Jones fyrir sex milljónir

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Kenwyne Jones fagnar mörkum sínum á svipaðan hátt og Nani, leikmaður Manchester United.
Kenwyne Jones fagnar mörkum sínum á svipaðan hátt og Nani, leikmaður Manchester United. NordicPhotos/GettyImages

Sunderland hefur gengið frá kaupum á framherjanum Kenwyne Jones frá Southampton. Sunderland borgar sex milljónir punda fyrir leikmanninn auk þess sem framherjinn Stern John fer til Southampton sem hluti af kaupunum. Jones óskaði eftir því í síðustu viku að hann yrði seldur frá Southampton og var hann strax orðaður við Sunderland og Derby.

Jones er þriðji leikmaðurinn sem að Sunderland kaupir í dag, en félagið borgaði þrjár milljónir punda fyrir Danny Higginbotham og fékk Ian Harte frítt fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×