Fótbolti

Henry jafnaði met Platini

Thierry Henry hefur skorað 41 mark með landsliðinu á ferlinum
Thierry Henry hefur skorað 41 mark með landsliðinu á ferlinum

Thierry Henry komst í dag upp að hlið Michel Platini sem markahæsti leikmaður franska landsliðsins frá upphafi. Henry skoraði eitt marka Frakka í auðveldum 6-0 útisigri á Færeyingum. Henry skoraði þarna sitt 41. mark fyrir þjóð sína og getur slegið metið þegar Frakkar taka á móti Litháum á miðvikudaginn.

Frakkar ljúka svo keppni í B-riðli með erfiðum útileik gegn Úkraínu, en eftir góðan sigur Skota á Úkraínu fyrr í dag er ljóst að Frökkum mun ekki veita af stigunum á næstunni.

Frakkar hafa 19 stig í þriðja sæti riðilsins eftir 9 leiki, Ítalía hefur 20 í öðru sæti eftir 9 leiki og Skotar hafa 24 stig á toppnum eftir 10 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×