Enski boltinn

Malouda byrjar vel hjá Chelsea

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Florent Malouda spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær og óhætt er að segja að hann hafi staðið sig með prýði. Í æfingaleik gegn Club America lenti Chelsea undir áður en Malouda skoraði glæsilegt mark á 75 mínútu. Níu mínútum síðar átti Malouda ágæta fyrirgjöf á fyrirliðann John Terry, sem tryggði Chelsea sigur með skallamarki.

Chelsea mætir næst Suwon Bluewings frá Kóreu, en þar á eftir mun liðið leika við L.A. Galaxy, liðið sem David Beckham spilar með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×