Enski boltinn

Carew kominn á bragðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew og Gareth Barry fagna marki þess fyrrnefnda í dag.
John Carew og Gareth Barry fagna marki þess fyrrnefnda í dag. Nordic Photos / Getty Images

John Carew skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu er Aston Villa vann Everton 2-0.

Carew kom Aston Villa yfir á 14. mínútu er varnarmönnum Villa mistókst að hreinsa fyrirgjöf Wilfred Bouma og Carew skoraði með góðu skoti.

Everton reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en Gabriel Agbonlahor kom Aston Villa í 2-0 með marki á 60. mínútu. Rangstöðuvörn Everton klikkaði og Agbonlahor átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið.

Bæði lið eru um miðja deild eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×