Enski boltinn

Fyrsta tap Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kanu skoraði sigurmark Portsmouth í dag.
Kanu skoraði sigurmark Portsmouth í dag. Nordic Photos / Getty Images

Blackburn tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni og Bolton og Tottenham skildu jöfn.

Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Portsmouth sem vann Blackburn á útivelli, 1-0.

Kanu skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu.

Þá gerðu Bolton og Tottenham 1-1 jafntefli en Robbie Keane kom þeim síðarnefndu yfir á 34. mínútu. Ivan Campo jafnaði metin áður en flautað var til hálfleiks.

Heiðar Helguson lék ekki með Bolton vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×