Joey Barton: Ég er bara mannlegur Aron Örn Þórarinsson skrifar 10. ágúst 2007 14:28 Joey Barton segist ekki vera eitthvað ofurvélmenni. NordicPhotos/GettyImages Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur," sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er." Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu. Barton gekk til liðs við Newcastle í sumar frá Manchester City fyrir 5,8 milljónir punda, en mun sennilega ekki spila fyrr en í september vegna meiðsla. „Ég er bara mannlegur og ég hef gert mistök - heimskuleg mistök," bætir Barton við. „Ég hef aldrei gengist undan því að ég hafi verið til vandræða. Ég tek slæmar ákvarðanir og ég tek góðar ákvarðanir eins og allir aðrir. Ég er ekki eitthvað ofurvélmenni út af því að ég er knattspyrnumaður. Líf mitt er mikið í sviðsljósinu en fólk fær aðeins að vita af því slæma sem ég geri og það sér ekki hver ég raunverulega er. Ég reyni að lifa góðu lífi og vera góður maður." Joey Barton er þó ekki svarti sauðurinn í sinni fjölskyldu því að hálfbróðir hans, Michael Barton, afplánar nú 17 ára dóm fyrir aðild sína að morði. Michael og frændi hans myrtu ungan blökkumann árið 2005 og var ástæðan talin vera kynþáttafordómar. Frændurnir flúðu til Hollands eftir morðið og þá reyndi Joey Barton ítrekað að ná í Michael til að reyna að fá hann til að gefa sig fram. Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Joey Barton, miðjumaður Newcastle, viðurkennir að hann hafi gert mörg mistök á ferlinum en hann vill að fólk viti að hann er góður strákur. „Ég er enginn pörupiltur," sagði Barton. „Fólk sem þekkir mig, fólk sem ég virði, veit hvernig persóna ég er." Eins og fram hefur komið gæti Barton átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér fyrir að berja fyrrverandi liðsfélaga sinn á æfingu. Barton gekk til liðs við Newcastle í sumar frá Manchester City fyrir 5,8 milljónir punda, en mun sennilega ekki spila fyrr en í september vegna meiðsla. „Ég er bara mannlegur og ég hef gert mistök - heimskuleg mistök," bætir Barton við. „Ég hef aldrei gengist undan því að ég hafi verið til vandræða. Ég tek slæmar ákvarðanir og ég tek góðar ákvarðanir eins og allir aðrir. Ég er ekki eitthvað ofurvélmenni út af því að ég er knattspyrnumaður. Líf mitt er mikið í sviðsljósinu en fólk fær aðeins að vita af því slæma sem ég geri og það sér ekki hver ég raunverulega er. Ég reyni að lifa góðu lífi og vera góður maður." Joey Barton er þó ekki svarti sauðurinn í sinni fjölskyldu því að hálfbróðir hans, Michael Barton, afplánar nú 17 ára dóm fyrir aðild sína að morði. Michael og frændi hans myrtu ungan blökkumann árið 2005 og var ástæðan talin vera kynþáttafordómar. Frændurnir flúðu til Hollands eftir morðið og þá reyndi Joey Barton ítrekað að ná í Michael til að reyna að fá hann til að gefa sig fram.
Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira