Egypski miðjumaðurinn Hossam Ghaly hefur skrifað undir þriggja ára samning við Birmingham. Birmingham borgar Tottenham 3 milljónir punda fyrir þennan 25 ára gamla leikmann. Steve Bruce, framkvæmdastjóri Birmingham, hefur nú keypt átta leikmenn til liðsins í sumar, en Birmingham komst upp úr næstefstu deild á Englandi á síðasta tímabili.
Ghaly skrifar undir hjá Birmingham
Aron Örn Þórarinsson skrifar
