Svona er að semja við djöfulinn 14. september 2007 16:34 NordicPhotos/GettyImages Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson. Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tekur undir kvartanir kollega síns Rafa Benitez hjá Liverpool um niðurröðun leikja í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir liðunum sem ná góðum árangri refsað kerfisbundið og gagnrýnir stjórnarhætti hjá ensku úrvalsdeildinni. Benitez hefur látið í sér heyra vegna hádegisleikja sem Liverpool er látið spila í kjölfar bæði Evrópuleikja og landsleikja í miðri viku. Manchester United lendir gjarnan í sömu stöðu og á liðið til að mynda hádegisleik við Everton á útivelli á morgun. Það er reyndar lögreglan í Liverpool sem ræður því að um hádegisleik er að ræða hjá United á morgun, en Ferguson þykir úrvalsdeildin samt mega gera eitthvað í málinu. "Rafa hefur fullan rétt á að kvarta. Auðvitað eiga menn að láta í sér heyra ef þeim þykir halla á lið þeirra, en ég veit ekki hvort æðstu menn hlusta á það. Við höfum líklega spilað fleiri hádegisleiki á síðustu fimm árum en nokkuð annað lið og maður hefði haldið að einhver gerði athugasemdir við það. Þetta er úrvalsdeildinni að kenna. Auðvitað getur það komið fyrir að menn spili á útivelli eftir Evrópuleiki en það er bara óheppni - en það sem Rafa er að tala um eru hádegisleikir," sagði Ferguson. Hann bætir þó við að það sé erfitt að gera öllum til geðs þegar kemur að því að stilla upp töflunni, en bendir á að Chelsea hafi sloppið vel í eitt skiptið í fyrra. "Ég man eftir því þegar Chelsea átti sunnudagsleik við Tottenham í eitt skiptið en fékk úrvalsdeildina til að breyta því af því liðið átti að spila í Meistaradeildinni á þriðjudeginum eftir. Menn gengu að kröfum Chelsea í þessu sambandi, en athuguðu ekki að Tottenham hafði verið að spila á útivelli í Evrópukeppninni á fimmtudagskvöldinu áður og hafði því ekki nema einn og hálfan dag milli leikja. Hvar var sanngirnin í því? Við reyndum líka að seinka leik við Manchester City um nokkra klukkutíma eftir að við lékum til undanúrslita í Meistaradeildinni en því var ekki haggað - jafnvel þó City hefði ekki verið að spila neitt þá vikuna. Það var æðislegt alveg," sagði Ferguson kaldhæðnislega. "Stundum finnst mér að toppliðunum sé hreinlega refsað fyrir velgengnina, því þau eru alltaf sett í sjónvarpsleikina á besta tíma fyrir áhorfendur. Sky og Setana hafa leikina sína alltaf á þeim tíma sem best hentar og ekki getur maður verið að svekkja sig yfir því vegna þeirra gríðarlegu fjárhæða sem fyrirtækin hafa sett í knattspyrnuna. Peningar skipta æ meira máli fyrir félögin í dag og því verður maður að taka því eins og hverju öðru hundsbiti þegar hlutirnir ganga manni ekki í hag. Þegar þú hefur gert samning við djöfulinn - verður þú að sætta þig vð það að þeir ráða ferðinni," sagði Ferguson.
Enski boltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport „Hvað getur Slot gert?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Sjá meira