Enski boltinn

Ballack verður ekki seldur í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Peter Kenyon, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Chelsea, segir útilokað að miðjumaðurinn Michael Ballack verði seldur frá félaginu í janúar. Mikið hefur verið slúðrað um framtíð Þjóðverjans í herbúðum Chelsea að undanförnu, en Kenyon hefur nú bundið enda á þann orðróm.

"Það er best að slátra þessum orðrómi hér og nú - og fyrir janúar í leiðinni. Ballack er ekki að fara eitt eða neitt og það er ekki gott fyrir hann að standa undir svona bulli endalaust. Það er kominn tími til að einbeita sér að staðreyndum. Við höfum ekki verið í viðræðum við einn eða neinn um leikmanninn og sú ákvörðun að hafa hann ekki í Evrópuhópnum var algjörlega byggð á læknisfræðilegum staðreyndum.

Ballack er bara meiddur og einu áhyggjurnar sem við höfum eru þær að hann geti sem fyrst byrjað að spila með Chelsea og þýska landsliðinu," sagði Kenyon og óskaði þess að málið yrði ekki rætt frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×