Innlent

Félagsmálaráðherra boðar til blaðamannafundar vegna Byrgisins

MYND/Heiða

Félagsmálaráðherra hefur boðað til blaðamannafundar um málefni Byrgisins í félagsmálaráðuneytinu klukkan fimm. Þar verður væntanlega til umræðu kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál sjálfseignarstofnunarinnar en eins og fram hefur komið leggur Ríkisendurskoðun til að greiðslum til stofnunarinnar verði hætt og málinu vísað til Ríkissaksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×