Newcastle hefur náð samkomulagi um kaupverð á framherjanum Alan Smith. Talið er að Newcastle borgi sex milljónir punda fyrir leikmanninn ef að hann skrifar undir samning við félagið. Smith hefur verið orðaður við Middlesbrough, Everton, West Ham og Sunderland en nú er Newcastle líklegast til að hreppa hnossið.
„Ég vona að Smith skrifi undir í dag," sagði Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Newcastle. „Hann þarf að velja á milli nokkura klúbba og ég vona að Newcastle sé honum efst í huga."