Enski boltinn

Verður aldrei fullt á nýja Anfield?

Frá Hillsborough 1989.
Frá Hillsborough 1989.

Hjá Liverpool eru hugmyndir uppi um skilja 96 sæti alltaf eftir auð á nýjum leikvangi félagsins. Á það að vera til minningar um stuðningsmennina sem létu lífið á Hillsborough 1989. Það voru alls 96 aðdáendur Liverpool sem biðu bana þegar þeir krömdust upp við girðingu á undanúrslitaleik FA bikarsins gegn Nottingham Forest.

Í síðasta mánuði opinberaði Liverpool teikningar af nýjum sextíu þúsund manna leikvangi sem áætlað er að verði tilbúinn árið 2010. Ein hugmyndin er að auðu sætin muni mynda töluna 96.

Minnisvarði með nöfnum hinna látnu stendur á Anfield Road og á að flytja hann fyrir utan nýja leikvanginn sem mun rísa á Stanley Park.

Eftir þessa hörmulegu atburði á Hillsborough 1989 voru settar reglur um að knattspyrnuvellir á Englandi mættu aðeins vera með sætum en ekki stæðum fyrir áhorfendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×