Enski boltinn

Heinze fer ekki til Liverpool

Heinze fer ekki fet.
Heinze fer ekki fet.

Enska knattspyrnusambandið úrskurðaði nú rétt í þessu að Manchester United bæri ekki skylda til að selja Argentínumanninn Gabriel Heinze til Liverpool. Heinze hefur haldið því fram að honum hafi verið lofað að fara frá Manchester ef viðunandi verð fengist fyrir hann. Manchester United neitar hins vegar að selja leikmanninn til keppinauta sinna. Við það vildi Heinze ekki una og knattspyrnusambandið því fengið til að úrskurða í málinu.

Því bendir nú allt til að Heinze fari annað hvort til Lyon, Real Madrid eða Barcelona, en þau lið hafa lýst yfir áhuga á að fá leikmanninn í sínar raðir. Heinze sjálfur hefur hingað til hafnað tilboðum þeirra og krafist þess í staðinn að fá að fara til Liverpool. Nú er ljóst að af því verður ekki. Ólíklegt verður að teljast að Argentínumaðurinn leiki aftur fyrir meistarana frá Manchester eftir jafn harðvítuga deilu við stjóra félagsins, Alex Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×