Enski boltinn

Lehmann eða Almunia?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jens Lehmann og Manuel Almunia.
Jens Lehmann og Manuel Almunia.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, veit ekki hvort Jens Lehmann eða Manuel Almunia sé aðalmarkvörður liðsins. Lehmann gerði tvö dýrkeypt mistök í upphafi leiktíðarinnar og Almunia fékk tækifæri í markinu.

Þá settu meiðsli hjá Lehmann einnig strik í reikninginn. „Ég verð að viðurkenna það að ég get ekki svarað því hvor þeirra sé númer eitt. Annars er það hvort sem er ekki í mínum höndum heldur þeirra," sagði Wenger.

„Hjá okkur er samkeppni um allar stöður og markmannsstaðan er þar engin undantekning."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×