Munu ekki geta glatt sjómenn 23. mars 2007 18:26 Fiskifræðingar segja ekki koma á óvart að mikið sé af vænum þorski á miðunum úti af Grindavík. Þeir geta þó ekki glatt sjómenn með því að von sé á tillögum um auknar veiðiheimildir. Skipstjórar sem Stöð tvö ræddi við í Grindavík í gær segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskiríu og að undanförnu og þorskurinn væri vænni en sést hefði í manna minnum. Axel Jónsson skipstjóri á Kristínu segir sjóinn fullan af þorski og það sé erfitt að komast hjá því að veiða hann þegar reynt sé að veiða aðrar tegundir. Sigurður Garðar Steinþórsson skipstjóri á Skátanum, spyr hvort sjómenn séu ekki að finna 800 þúsund tonn af þorski sem fiskifræðingar hafi týnt fyrir nokkrum árum. Hjá Hafrannsóknarstofnun segja sérfræðingar að ekki þurfi að koma á óvart að sjórinn sé fullur af feitum og pattaralegum þorski. Björn Ævarr Steinarsson forstöðumaður veiðiráðgjafarsviðs stofnunarinnar, segir þetta algerlega í samræmi við ástandsskýrslur Hafró. Nú séu sterkir árgangar frá 1998 - 2002 á ferðinni. Björn Ævarr segir Hafrannsóknarstofnun fylgjast mjög vel með ástandi sjávar. Togararalli sé ný lokið og í byrjun næsta mánaðar verði farið í netarall og eftir það taki stofnsmatsvinna við. Hafrannsóknarstofnun fær einnig afladagbækur skipa til að vinna úr og því sé varla hægt að hafa nýrri upplýsingar en stofnunin hefur. Björn Ævarr á ekki von á því að Hafró geti fært sjómönnum betri fréttir næsta haust með tillögum um auknar heimildir í þorskveiðum. Stofnunin hafi þvert á móti lagt til aflasamdrátt, enda séu mjög lélegir árgangar að koma inn í veiðistofnunn á næstu árum. Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fiskifræðingar segja ekki koma á óvart að mikið sé af vænum þorski á miðunum úti af Grindavík. Þeir geta þó ekki glatt sjómenn með því að von sé á tillögum um auknar veiðiheimildir. Skipstjórar sem Stöð tvö ræddi við í Grindavík í gær segjast aldrei hafa lent í öðru eins fiskiríu og að undanförnu og þorskurinn væri vænni en sést hefði í manna minnum. Axel Jónsson skipstjóri á Kristínu segir sjóinn fullan af þorski og það sé erfitt að komast hjá því að veiða hann þegar reynt sé að veiða aðrar tegundir. Sigurður Garðar Steinþórsson skipstjóri á Skátanum, spyr hvort sjómenn séu ekki að finna 800 þúsund tonn af þorski sem fiskifræðingar hafi týnt fyrir nokkrum árum. Hjá Hafrannsóknarstofnun segja sérfræðingar að ekki þurfi að koma á óvart að sjórinn sé fullur af feitum og pattaralegum þorski. Björn Ævarr Steinarsson forstöðumaður veiðiráðgjafarsviðs stofnunarinnar, segir þetta algerlega í samræmi við ástandsskýrslur Hafró. Nú séu sterkir árgangar frá 1998 - 2002 á ferðinni. Björn Ævarr segir Hafrannsóknarstofnun fylgjast mjög vel með ástandi sjávar. Togararalli sé ný lokið og í byrjun næsta mánaðar verði farið í netarall og eftir það taki stofnsmatsvinna við. Hafrannsóknarstofnun fær einnig afladagbækur skipa til að vinna úr og því sé varla hægt að hafa nýrri upplýsingar en stofnunin hefur. Björn Ævarr á ekki von á því að Hafró geti fært sjómönnum betri fréttir næsta haust með tillögum um auknar heimildir í þorskveiðum. Stofnunin hafi þvert á móti lagt til aflasamdrátt, enda séu mjög lélegir árgangar að koma inn í veiðistofnunn á næstu árum.
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira