Enski boltinn

McClaren sleikir sárin í 250 milljóna villu á Barbados

Regnhlífin fræga er orðin að einkennismerki McClaren og enskir kalla hann "Wally with the Brolly"
Regnhlífin fræga er orðin að einkennismerki McClaren og enskir kalla hann "Wally with the Brolly" NordicPhotos/GettyImages

Steve McClaren situr ekki auðum höndum þrátt fyrir að hafa verið rekinn frá enska landsliðinu á dögunum. Hann er nú að festa kaup á villu í Karabískahafinu fyrir 250 milljónir króna, sem er megnið af peningunum sem hann fékk í vasann þegar hann var rekinn frá landsliðinu.

Daily Mail greinir frá því að þetta sé önnur glæsivillan sem McClaren kaupi sér á Barbados, en sú nýja er sögð helmingi stærri en sú gamla. Margir af frægustu íþróttamönnum Bretlandseyja eiga eignir á svæðinu sem kallað er Royal Westmoreland. Þeirra á meðal eru Joe Cole, Rio Ferdinand og Gary Lineker.

McClaren hefur verið gagnrýndur nokkuð fyrir að sjá ekki sóma sinn í að segja af sér eftir tapið gegn Króötum, en hann þrjóskaðist við og lét reka sig sem gerði það að verkum að hann fékk yfir 300 milljónir í vasann fyrir starfslokasamning sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×