Fótbolti

Brasilíumenn burstuðu Chile

Brasilíumenn sýndu sambatakta í nótt
Brasilíumenn sýndu sambatakta í nótt AFP

Fyrstu tveir leikirnir í 8-liða úrslitum Copa America fóru fram í gærkvöldi. Brasilíumenn burstuðu Chile 6-1 þar sem Robinho skoraði tvö mörk og er nú langmarkahæstur í keppninni með 6 mörk. Diego Forlan skoraði tvívegis fyrir Úrúgvæ sem tryggði sér einnig sæti í undanúrslitum með 4-1 sigri á heimamönnum í Venesúela.

Í kvöld klárast svo 8-liða úrslitin þegar Mexíkó og Paragvæ mætast í beinni á Sýn klukkan 19:50 og Argentína og Perú leika klukkan 22:35 - einnig í beinni á Sýn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×